Um kennara
Weronika María byrjaði að æfa jazzballett hjá JSB þegar hún var 6 ára gömul. Hún fór síðan að æfa á grunnstigi listdansbrautar og hélt þaðan áfram á framhaldsskólastig samhliða menntaskólanámi í Verzlunarskóla Íslands.
Hún hefur tekið þátt í alls konar danstengdum verkefnum, dansað fyrir RÚV og keppt í Dance World Cup tvisvar sinnum. Einnig hefur hún sýnt á fjölmörgum nemendasýningum JSB.
Weronika útskrifaðist af Listdansbraut JSB og úr Verzlunarskóla Íslands vorið 2024.
Weronika byrjaði að kenna jazzballett í JSB haustið 2024 en meðfram kennslu stundar hún nám við Háskóla Íslands.

