jsb_logo

Um kennara

Rósa Rún Aðalsteinsdóttir

Kennari

Um kennara

Rósa er danshöfundur og danskennari og hefur starfað sem slíkur til fjölda ára. Hún leggur nú lokahönd á meistaranám í listkennslufræði við Listaháskóla Ísland.

Rósa hefur unnið sem listrænn stjórnandi og sett upp sjálfstæð dansverk bæði hérlendis og erlendis auk þess að taka þátt í uppsetningu fjölda leik- og danssýninga, fyrir atvinnu- og áhugaleikhús og unnið sem hreyfihönnuður fyrir tískusýningar og tónlistarmyndbönd. Rósa hefur einnig verið meðlimur list- og gjörningahóps og tekið þátt í ýmis listrænum viðburðum og hátíðum. Rósa er dansmenntuð frá Hoyskolen for dansekunst í Oslo og útskrifaðist þaðan árið 2012 af danshönnunar- og samtímadansbraut. Þar á undan hafði hún stundað nám við Danslistaskóla JSB frá unga aldri.