- 22.10.2025
Fullt nafn:
Ástrós Gabríela Davíðsdóttir
Hvaða ár ertu fædd?
1998
Hvenær varstu nemandi í JSB?
Frá 2016-2020
Hver er uppáhalds dansstíllinn þinn?
Elska að prófa alla dansstíla!! En nútímadans og ballett eiga sérstakan stað hjá mér <3
Besta minningin frá JSB?
Náttúrulega nemendasýningarnar og Dance World Cup, en ein sérstök minning var þegar klukkan var örugglega svona 9 um kvöld og við vorum búnar að vera allt of lengi í JSB á æfingum, en áttum eina æfingu eftir. Allir voru orðnir hálf ruglaðir af þreytu en við hentum bara í smá hópeflisleik og peppuðum hvor aðra upp og það segir allt um andann sem er í JSB 🙂
Hvar ertu núna (árið 2025)?
Er núna í Mastersnámi sem heitir Interdisciplinary Dance Performance í Northern School of Contemporary Dance og útskrifast í ágúst 2025. Stefnan er að vera í Leeds og ‘freelanca’ eftir útskrift.








