Ása María útskrifaðist úr listaháskólanum Institute Of The Arts Barcelona árið 2023 með BA gráðu í dansi en svo lá leiðin til Búdapest þar sem stefnan var sett á sviðslista- og dansnám hjá Sub.Lab.Pro. Þar fékk hún reynslu af fjölbreittum sviðslistum og vann meðal annars með danshöfundinum Barnaby Booth (UK), Jenna Jalonen (FI) og fleirum.
Eftir árs dvöl í Búdapest, flutti hún heim og hefur tekið þátt í alls konar verkefnum eins og PBT tónlistarmyndbandi og söngvakeppni sjónvarpsins.
Samhliða danskennsluni er hún annar stofnandi vefsíðunnar Movement Database Iceland.